Með því að nýnemar voru „skírðir“ með pomp og pragt í Laugarvatni, s.l. föstudag, urðu þeir fullgildir í samfélagi nemenda skólans. Athöfnin gekk eins og best verður á kosið enda einmuna veðurblíða. Um kvöldið var síðan vel heppnað Busaball.
Nú er kennsla komin á fullt skrið, og þá væntalega námið í takti við hana. Í dag var valáfangi í Útivist kynntur fyrir nýnemum og ef miðað er við fyrri ár munu margir velja þennan áhugaverða áfanga, en Ólafur Guðmundsson, íþróttakennari, heldur utan um hann.
Á morgun, fimmtudag verður önnur valgrein kynnt öllum áhugasömum nemendum. Eyrún Jónasdóttir, mun þá kynna fyrirhugað kórstarf vetrarins, en hún mun stýra því. Öllum áhugasömum nemendum skólans býðst að taka þátt í þessu starfi, sem við vonum að verði einn hinna mikilvægari þátta í starfi skólans til framtíðar.
pms