Norsku gestirnir spjalla við skólameistara á kennarastofunniFyrir skömmu komu fimm starfsmenn frá Nannestad videregående skole í Noregi í stutta heimsókn. Ferð þeirra snerist um að kynna sér íslenska framhaldsskóla og skólakerfi auk þess sem þau voru að skoða möguleika að gagnkvæmum heimsóknum.  Í hópnum voru rektor skólans, Per Bjarne Elle, deildarstjórar og kennarar. Sérstaklega voru sögukennarinn og norskukennarinn áhugasöm um sín sérsvið og sátu m.a. tíma í íslensku auk þess sem spjallað var um skólann á almennari nótum.

Nannestad er rúmlega 11000 manna bær í Akershus, rétt hjá Gardemoen flugvelli norður af Osló.

Helgi Helgason, dönsku- og sögukennari var tengiliður vegna heimsóknarinnar.

pms