Í fyrstu umferð árlegrar spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, dróst ML á móti Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Í keppnisliði okkar eru þau Bjarni Sævarsson, Hrafnkell Sigurðarson og Þjóðbjörg Eiríksdóttir. Leikar fóru þannig, að lið ML bar sigur úr býtum, hlaut 10 stig á móti 5 stigum Mosfellinga, og er þar með komið í aðra umferð keppninnar.
pms