kortaafhÍ gær kom Brynja Jónsdóttir, kynningarfulltrúi ÍSOR (Íslenskra orkurannsókna) færandi hendi og afhenti skólanum nýtt berggrunnskort af Íslandi. Aðstoðarskólameistari veitti kortinu viðtöku ásamt námsráðgjafa, en þar sem hún tók að sér myndatöku, er hún ekki á meðfylgjandi mynd.

Í morgun afhenti aðstoðarskólameistari fagstjóra náttúrfræðigreina, Heiðu Gehringer, kortið, og enn var námsráðgjafi í hlutverki myndasmiðs.  

Skólinn kann ÍSOR bestu þakkir fyrir veglega gjöf. Kortið sýnir berggrunn landsins, bergtegundir og aldur bergs. Það dregur fram stærstu drættina í jarðfræðinni og á hvaða jarðsöguskeiðum hinir ýmsu hlutar berggrunnsins mynduðust. Kortið er í unnið samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012.  Móbergsmyndunum gosbeltanna er skipt upp í aldursflokka, þ.e. ungt móberg frá síðasta jökulskeiði og eldra móberg. Hin eldvirku svæði sjást vel og dreifing gosstöðva sem og nákvæmar útlínur hrauna. Þeim er skipt upp í söguleg hraun, forsöguleg hraun frá hólósen (nútíma) og hraun frá síðjökultíma. 

Helstu jarðhitastaðir eru sýndir, einnig sprungur og misgengi, virkar og óvirkar megineldstöðvar, öskjur og margt annað.

pms