SkírnEftir kennslu á föstudaginn var farið í sannkallaða gleðigöngu um götur Laugarvatns, þegar eldri nemendur ML gengu með nýnemum um þorpið og enduðu niður við vatn. Þarna var í gangi hin hefðbundna inntökuathöfn nýrra menntskælinga og samkvæmt hefð endaði athöfnin á skírn í Laugarvatni þar sem nýnemar voru formlega teknir inn í skólasamfélag ML-inga. Myndir segja meira en mörg orð og lýsa hinni tæru gleði sem ríkti.

Ívar Sæland tók myndirnar sem finna má hér.

vs