Það er ekki hægt að segja annað en að glatt hafi verið á hjalla í ML alla síðustu viku. Ýmsir viðburðir voru á vegum nemendafélagsins, t.d. var ratleikur fyrir nýnema á þriðjudeginum, sem María Carmen Magnúsdóttir íþróttafræðingur aðstoðaði við að skipuleggja. Á fimmtudag lauk kennslu fyrr en stundatafla sagði til um og nemendur fóru í leiki og skemmtu sér saman.

Rúsínan í pylsuenda nýnemaviku er svo að sjálfsögðu gleðigangan svokallaða, sem fer á undan hefðbundinni skírn nýnema vatninu. Myndir segja meira en mörg orð – hér má sjá kát ungmenni í gleðigöngu, nýnema vaða út í vatn til skírnar og rísa upp sem fullgilda ML-inga. Myndirnar tók Ívar Sæland ljósmyndari.

vs