saga asiÍ morgun komu í heimsókn þau Gils Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu, Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags og Þór Hreinsson, þjónustustjóri stéttarfélaga á Suðurlandi og afhentu skólanum, fyrir hönd Bárunnar, Verslunarmannafélagsins og Félags iðn- og tæknigreina, að gjöf  sögu Alþýðusambands Íslands í tveim bindum. Fyrra bindið ber heitið Í samtök, en það síðara, Til velferðar. Sumariði Ísleifsson, sagnfræðingur, skráði söguna. 

Bækurnar verða varðveittar á bókasafni skólans.

-pms