Það urðu talsverð tímamót í gærkvöld þegar Kór Menntaskólans að Laugarvatni, sem var stofnaður í september síðastliðnum, tók þátt í fyrstu tónleikunum sínum.
Tónleikarnir voru í Aratungu og kórinn söng ásamt Vörðukórnum, en Eyrún Jónasdóttir stjórnar báðum kórunum. Það var fullt hús og gestirnir voru heldur betur ánægðir með skemmtilega tónleika, en kórarnir sungu sitt í hvoru lagi og einnig saman. Auk kóranna komu fram tveir dúettar nemenda, og hljómsveit úr ML lék undir í nokkrum lögum.
Það er nú ekki laust við að við séum töluvert stolt af okkar fólki í dag.
pms
Myndir í myndasafni