morfis mrÖðru keppnistímabili ML í Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólana (MORFÍs) er nú lokið. Síðastliðinn miðvikudag beið ML lægri hlut fyrir Menntaskólanum í Reykjavík í æsispennandi keppni þar sem einn dómari dæmdi ML sigur en tveir dómarar dæmdu MR í hag. Lið ML hlaut 1450 stig en ríkjandi meistarar í MR 1524. Umræðuefnið var „Dauði“ og var keppnin haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áður hafði ML slegið út lið Menntaskólans á Egilsstöðum þar sem ML fékk 1461 stig.

Miklar framfarir hafa orðið hjá MORFÍs liði ML á milli ára og er óhætt að segja að framtíðin sé björt. Forsenda þess er að áhugi sé hjá nemendum, jafnt keppendum sem stuðningsmönnum, á þessari skemmtilegu keppni. Það sem mestu skiptir núna er: Hverjir vilja keppa fyrir hönd ML á næsta tímabili?

Valgarður Reynisson

 

MYNDIR