utv372gps2Þó stutt sé síðan útivistarfólk í ÚTV372 fóru í tjaldferð dró það ekki úr þeim að drífa sig í aðra ferð. Nú var verkefnið að komast eftir GPS punktum frá Langadal sunnan við Skjaldbreið sem skilur að Skefilfjöllin og fjallið Skriðuna. Búið var að ræða ferðina í bóklegum tímum áður þar sem farið var yfir nauðsynlegan búnað og nestismál.

 Það var svo þann 18 sept sem farið var á tveimur bílum eftir vegslóða sem liggur að Bragabót vestan við Kálfstindana og þaðan inn í Langadal. Veður var afar gott, eiginlega of gott fyrir svona göngu þar sem kæmi sér betur jafnvel að hafa svarta þoku til að fá raunsærri mynd af því að treysta á tækin. Í upphafi göngu er hópnum skipt niður í tveggja manna gengi sem munu skiptast á að leiða hópinn milli stika sem búið er að slá niður á nokkrum stöðum. Þá fá þau uppgefna punkta og eiga síðan að finna þann hæl sem punkturinn vísar á og smám saman færumst við þá nær endamarkinu sem eru heimavistir ML.  Gengið er í gegnum Klukkuskarð og síðan fram Laugarvatnsfjall. Farið er fram á brúnir ofan við hjólhýsahverfið og útsýnið var afar gott í slíku veðri. Hópurinn var mjög virkur, notaði hvert tækifæri til leikja eins og í snjósköflum eða klifu kletta og ekki alltaf auðveldasta leiðin valin milli hæla. Endaspretturinn er svo niður fjallshlíðina ofan við heimavistir ML. Gangan tók um 5 klst alls og vegalengdin er nálægt 14 km.

Smári Stefánsson

Pálmi Hilmarsson

MYNDIR ÚR FERÐINNI