Það var fyrsta embættisverk Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra að flytja ávarp þegar Gerður Magnúsdóttir, sem er starfsmaður Skóla á grænni grein – Grænfánans, afhenti Jónu Björk Jónsdóttur, náttúruvísindakennara og formanni umhverfisnefndar skólans, grænfánann, s.l. laugardag.
Sigurður Ingi aðstoðaði síðan þær Gerði og Jónu við að draga fánann að húni. Grænfáninn fær að blakta fyrir laugvetnskri golunni næstu tvö árin. (myndin f.v. Gerður, Jóna Björk, Sigurður Ingi)
– pms