drofnmyndDröfn Þorvaldsdóttir leikskólakennari og frístundamálari frá Kvistholti í Laugarási kom færandi hendi í nýliðinni viku með gjöf til skólans.  Er það málverk af skólahúsinu, málað eftir ljósmynd sem var tekin vorið 1971.  Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar, sem tekin var þegar Dröfn afhenti gjöfina, er ekki búið að byggja svonefnda raungreinaálmu.  Árið 1971 var anddyri skólans þar sem sú álma bættist síðar við en hún var að fullu risin sumarið 1973.  Árið 1996 var svo heimavist byggð ofan á flatt þak raungreinaálmunnar, heimavistarrými sem fékk þá nafnið Fjarvist.

Það verður að segjast að undirritaður varð hálf klökkur þegar Dröfn kom á skristofuna með myndina góðu.  Skólinn var ekki síður glæsilegur 1971 en nú, það sýnir listaverk Drafnar.

Eru henni færðar hugaheilar þakkir fyrir velgjörðina og góðan hug til skólans okkar.

hph