rofuskalÍ gær kom á staðinn 25 kg. gulrófnapoki, sem er gjöf frá félagi gulrófnabænda. Í morgun tóku þær sig til, Gríma Guðmundsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um heilsueflandi framhaldsskóla og Erla Þorsteinsdóttir, húsfreyja á heimavist, og skáru rófurnar niður í hæfilegar stærðir svona svipað og franskar kartöfllur (Gríma segir Erlu hafa verið miklu fljótari að skera).

Í frímínútum var nemendum og starfsfólki síðan boðið að gæða sér á þessu kjarngóða og holla snakki, sem gerir ekkert nema hressa og kæta. Ekki var annað að sjá en þetta tiltæki félli í góðan jarðveg. Þakkir félagi gulrófnabænda og þeim Grímu og Erlu fyrir framtakið.

Einhver hafði áhyggjur af því að atburður af þessu tagi gæti hugsanlega haft áhrif á loftgæði í skólahúsinu, en þegar þetta er skrifað um tveim tímum seinna, er ekkert farið að bera á slíku. Nokkrar myndir á myndasvæði.

pms