MLfyrirmyndar2Nú hafa svarbréf verið send til umsækjenda um skólavist næsta vetur. Í bréfinu er að finna upplýsingar um flest sem lýtur að skólabyrjun í haust og það er mikilvægt, bæði fyrir nýnema og forráðamenn þeirra að kynna sér sendinguna vel og rækilega.

Skrifstofa skólans er lokuð frá deginum í dag, 20. júní, til miðvikudagsins 13. ágúst.  Þeim sem þurfa að ná samband við skólann í sumar er bent á að senda tölvupóst á netfangið ml@ml.is. Eigi fólk erindi við gjaldkera mötuneytis er því bent á netfangið erna@ml.is

Nýnemar koma á staðinn ásamt forráðamönnum, mánudaginn 25. ágúst kl. 15:00.

Skólinn verður síðan settur miðvikudaginn 27. ágúst kl. 08:15 og í kjölfarið hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

 

Nú skulum við njóta sumarsins og sannarlega hlökkum við til krefjandi verkefna næsta skólaárs.

pms