Systurnar hamingja og gleði eru í ML – það sannaðist óumdeilanlega í nýliðinni nýnemaviku þegar annars og þriðja bekkja nemendur tóku á móti nýnemum með hinum ýmsu skemmtilegheitum, dansi, leikjum og allra handa sprelli.

Rúsínan í pylsuenda nýnemaviku er svo að sjálfsögðu gleðigangan svokallaða, sem fer á undan hefðbundinni skírn nýnema vatninu. Sem oftar segja myndir meira en mörg orð – á þessum líflegu myndum, sem Ívar Sæland ljósmyndari tók, má sjá sprellandi ungmenni í gleðigöngu, káta nýnema vaða út í vatn til skírnar og rísa upp sem stoltir og fullgildir ML-ingar.

vs