Merki ML 60 áraNú er framundan haustannarleyfi. Það stendur yfir dagana 11. til 15. október. Nemendur og starfsfólk hafa sannarlega ýmsar áætlanir um hvernig þessir dagar verða nýttir. Sumir ætla að njóta samverunnar með fjölskyldum sínum, aðrir hyggjast bregða sér út fyrir landsteinana, hvort sem það er nú til Grímseyjar eða eitthvað lengra. 

Nú hafa kennarar lokið miðannarmati og það á að hafa borist forráðamönnum. Það er mikilvægt að foreldrar og börn þeirra nýti niðurstöðurnar til umræðu um námið. Í mörgum tilvikum kallar miðannarmatið á hrós og klapp á bakið, í öðrum ef til vill dýpri umræðu um hvað megi betur fara. Annarleyfið er fínn tími til að taka stöðuna og heita því að halda henni eða gera enn betur. Það telst líklega varla skynsamlegt að sætta sig við lágmarksárangur.

Kennsla hefst síðan aftur að morgni miðvikudags 16. október.

Njótum nú annarleyfisins, hvert með sínum hætti.

pms