Að lokinni kennslu í dag halda nemendur í annarleyfi og skóli hefst aftur á þriðjudag, þann 21. okt. samkvæmt stundaskrá.
Í morgun var sendur póstur til nemenda og foreldra/forráðamanna vegna miðannarmats, en því er nú lokið. Miðannarmatið er leiðbeinandi mat kennara á stöðu nemenda og það er mikilvægt að nemendur og forráðamenn þeirra taki mark á því og ræði. Til þessa hentar annarleyfið vel.
Svo hittumst við endurnýjuð og létt í lund til síðari hluta haustannar.
pms