laugarvatnlangtadÍ dag fimmtudag, að lokinni kennslu halda nemendur heim á leið í haustannarleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá, þriðudag, 11.  október.  Fyrir utan það, auðvitað að eiga góða, langa helgi með fjölskyldunni, er hollt að fara yfir stöðu mála í náminu. Miðannarmat hefur verið birt í INNU auk þess sem það var sent heim í pósti til forráðamanna ólögráða nýnema. Þá liggur fyrir niðurstaða skólasóknar á fyrsta tímabili.  Þessir þættir geta gefið tilefni til góðrar umfjöllunar, gagnlegrar og gefandi. Eftir annarleyfið er um það bil einn og hálfur mánuður til haustannarprófa.

Já, allt fram streymir.

Nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk: Njótið helgarinnar.

pms