Nemendur_a_bokasafni_frettHaustannarprófum er lokið og hafa nemendur haldið hver til síns heima.  Einkunnir eru birtar í upplýsingakerfi skólans, Innu.  Niðurstaðan er að jafnaði nokkuð góð hjá nemendum en þó eru nokkrir sem þurfa að taka sig á.  Ljóst er svo að nokkrir geta mun betur þó þokkalega hafi gengið.  En það er lífsins gangur að maður uppsker eins og maður sáir. Kennsla og nám hefst að nýju skv. stundaskrá vorannar þriðjudaginn 4. janúar kl. 8:15.

hph