Héðinn SvarfdalHEF-verkefnið

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri frá Landlæknisembættinu kom og heimsótti stýrihóp HEF (Heilsueflandi framhaldsskóli) í liðinni viku. Í móttökunefndinni voru Helga Kristín Sæbjörnsdóttir verkefnisstjóri HEF í ML og Freyja Rós Haraldsdóttir nefndarkona en á fundinum voru heilsutengd málefni skólans rædd ásamt mikilvægi forvarnarstarfs sem haldið hefur verið uppi. Fundurinn var mjög áhugaverður og ekki síður mikilvægur í ljósi þess að breytingar munu eiga sér stað í verkferlum HEF og  mun ný nálgun koma í ljós á allra næstu vikum. Nú hefur Menntaskólinn að Laugarvatni lokið sínum fyrsta hring í HEF þar sem næring, hreyfing, geðrækt og lífsstíll voru tekin fastari tökum og unnið að bætingu í hverjum þætti fyrir sig með áherslu á eitt atriði í fjögur skólaár. Á næstu misserum gefst tækifæri til þess að fínpússa starfið og huga að nýjum áherslum.

Mánudaginn 2. nóvember fer hópur starfsfólks á ráðstefnu HEF til þess eins að kynna það góða starf sem unnið er hér við skólann, þar má nefna jafnréttismálin og forvarnarstarfið en á ráðstefnunni gefst fulltrúum framhaldalsskólanna tækifæri til þess að kynna þá þætti sem hafa reynst vel í starfinu. Það verður spennandi að sjá og heyra hvað aðrir skólar gera til þess að efla og styrkja heilsueflandi stefnu sínar og aldrei að vita nema fleiri hugmyndir fæðist í kjölfarið.

Helga Kristín

 

Sænskir kennaranemar

Undanfarin ár hefur ML tekið á móti sænskum kennaranemum frá Linnéuniversitet. Þann 29. september komu þeir í sína fjórðu heimsókn til okkar í ML. Tilgangur heimsóknarinnar er hluti námi kennaranemanna. Í þetta skiptið voru nemarnir fimm og tveir kennarar fylgdu þeim.
Kennaranemarnir fá að koma inn dönskutíma og þar er hver og einn með stutta framsögu um skyldleika tungumálanna á Norðurlöndum. Eftir eftir það ræða þeir við nemendur um skyld orð og spinnast oft líflegar umræður þar um.

Yfirleitt eru þetta kennaranemar sem leggja áherslu á að kenna sænsku í grunn- eða framhaldsskóla í Svíþjóð. Þannig að óhætt er að segja að Menntaskólinn á Laugarvatni á orðið nokkurn þátt í farsælli útskrift kennara í Svíþjóð.

Svíarnir snæddu svo með okkur léttan hádegisverð framreiddan af Svenna snildarkokk, áður en þeir héldu hinn gullna hring.

Helgi Helgason, dönskukennari.