Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, er Menntaskólinn að Laugarvatni skóli margra hefða. Þá hefur sú hefð rutt sér til rúms á liðnum árum að hver bekkur eigi sér sérstakan bekkjarbúning. 2. bekkur hefur nú pantað sér slíkan búning,  þ.e. sett af buxum, bol og treyju. Hefð er fyrir því að nemendur láti  ,,hressa upp á“ búninginn með ,,einkennandi“ slagorði fyrir hvern nemanda.  Á einni af meðfylgjandi myndum af  glaðbeittum nemendum 2. bekkjar þetta árið, má sjá hvað átt er við.