Menntaskólinn að Laugarvatni er skóli mikilla hefða. Sumar hafa orðið til – og horfið, aðrar hafa haldið velli, kannski breyst, eða ný hefð hafi skapast af annarri eldri. Þessu má segja frá í löngu máli. Föstudaginn 15. mars var glæsileg árshátíð menntaskólans haldin í sal skólans. Hefðbundin og hátíðleg að vanda. Gómsætur matur var borinn fram, margvísleg skemmtiatriði flutt og allt endaði  það á fjörugum árshátíðardansleik í N-stofu.

Ein hefðanna er að rétt fyrir árshátíðarkvöldverðinn eru teknar bekkjamyndir, svokallaðar stigamyndir, af prúðbúnum nemendum. Sjón er sögu ríkari eins og sjá má hér.

Sindri Bernholt, vef- og upplýsingaformaður nemendafélagsins Mímis, tók þessar skemmtilegu stigamyndir