Í sögubók Menntaskólans stendur á s. 138: Löngum hafa menntskælingar notað vatn til fleiri hluta en drykkjar og þvotta. Meðan piltar bjuggu í Björkinni …

Hefðin sem slík er því nokkuð gömul, en hefur tekið breytingum eins og margar aðrar hefðir skólans. Í nokkuð mörg ár hefur vatnsslagur verið stundaður á grasflötum við skólann, lengi við vistirnar en í dag er sullað á túninu fyrir framan Garð.

Í fyrradag átti sér stað árlegur vatnsslagur að vori, undir öruggri stjórn og vökulu auga Pálma Hilmarssonar, húsbónda. Sem fyrr er tilgangur þessa ats fyrst og fremst að koma kroppnum á hreyfingu og brosi á andlitin.

Meðfylgjandi myndir tók Sindri Bernholt vef- og markaðsfulltrúi Mímis