Nemendur í íslensku við ML hafa ekki farið varhluta af þeim leiðindum sem fylgja löngum vinnudögum við tölvuskjáinn heima í covid.  Þess vegna var brugðið á það ráð að brjóta upp kennsluna í íslensku í eina viku með myndbandagerð. Brennu-Njáls saga er námsefni annarinnar og varð hún nemendum innblástur að fjölbreyttum sköpunarverkum svo sem ljóðum, tónverkum, brúðuleikriti, stuttmyndum, tölvugerðum af sögusviði Njálu, bardagasenu úr legókubbum, krossgátu og málverkum. Verkunum var öllum miðlað á myndbandi. Að mati íslenskukennara komu óumræðilegir hæfileikar í ljós hjá öllum nemendum en því miður er ekki gerlegt að birta öll myndböndin hér á síðunni.

En hér eru nokkur:

Myndband 1;  Laufey Ósk Grímsdóttir

Myndband 2; Signý Ólöf Stefánsdóttir, Jóna Kolbrún Helgadóttir, Eir Fannarsdóttir, Unnur Kjartansdóttir, Jónína Njarðardóttir

Myndband 3; Alexandra Jóhannsdóttir

 

Með kærri kveðju,

Elín Una