barnabokmenntirNemendur í 4F fóru fyrir nokkru í vettvangsheimsókn í leik- og grunnskólann hér á Laugarvatni. Ferðin var liður í áfanganum Ísl 633, sem fjallar um barnabókmenntir og barnamenningu. ML-ingarnir mættu vel undirbúnir, klyfjaðir skemmtilegum barna- og unglingabókum, og settust niður hér og þar í skólanum til að lesa fyrir ungviðið.

 Heimsóknin heppnaðist í alla staði mjög vel, það var mikið hlegið, spurt og spjallað og tóku nemendur og starfsfólk höfðinglega á móti okkur ML-ingum. Það er engin spurning að nemendur 4F lærðu mikið af samverunni og að samvinna sem þessi eflir tengslin milli skólastiganna. Bestu kveðjur til leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni!

 

Aðalbjörg Bragadóttir, íslenskukennari.

myndir