Himnaríki Mobile

Nemendur á öðru ári brugðu undir sig betri fætinum síðastliðinn fimmtudag. Ferðinni var heitið til Reykjavíkur þar sem Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands voru heimsóttir.  Nemendur fengu ágætar móttökur og kynningu á námsleiðum skólanna. Fagnaðar- og systkinafundir urðu þegar nemendur hittu  fyrrum ML-ingana Þráin Þórarinsson, Hjörleif Steingrímsson og Viktor Sveinsson sem stunda nú nám í HR.  Að skólaheimsóknunum loknum voru snæddir hamborgarar í Stúdentakjallaranum og loks lá leiðin í Borgarleikhúsið á sýninguna Himnaríki og helvíti. Góður rómur var gerður að leiksýningunni og þótti mörgum hún bæði áhrifamikil og krefjandi. Kennararnir Gríma og Elín Una voru umsjónarmenn í ferðinni og Pálmi kom öllum heilum á höldnu heim þrátt fyrir snjóhreyting og fjúk. 

Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari

Myndir úr ferðinni eru hér.