Ninna_frettNemendur í fyrsta bekk fengu heimsókn í lífsleiknitíma í vikunni þegar Ninna Sif Svavarsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju og Suðurprófastdæmis, kom og ræddi við nemendur um sorg og sorgarviðbrögð. Námsefnið er hluti af lífsleikniefni þjóðkirkjunnar en Ninna Sif nálgaðist námsefnið út frá sammannlegum tilfinningum, ekki út frá trúarbrögðum. Nemendum þótti áhugavert að íhuga um sorgina og hvernig hún snertir okkur öll á einhverjum tímapunkti og heppnaðist tíminn afar vel.

Þökkum við Ninnu Sif kærlega fyrir komuna.

Aðalbjörg Bragadóttir lífsleiknikennari.

lífsleikniefni þjóðkirkjunnar,