Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom í heimsókn í skólann, ásamt aðstoðarmanni sínum, Svanhildi Hólm, s.l. þriðjudag í boði stjórnmálafræðiáfangans (FÉL403) í skólanum. Vegna mikils áhuga varð að færa fundinn úr skólastofunni í fyrirlestrasal skólans. Bjarni hélt stuttan fyrirlestur og svo hófust umræður og fyrirspurnir. Fundurinn heppnaðist í alla staði vel.
Næstu vikurnar munu fulltrúar annarra framboða koma í samskonar heimsóknir til að kynna stefnumál sín og til að spjalla við nemendur um stjórnmálaviðhorfið.
Helgi Helgason