Hinseginfélagið Yggdrasill var stofnað í ML nú í haust. Stofnmeðlimir völdu sér öfluga stjórn sem stóð fyrir hinseginviku 8.-12. nóvember. Blásið var til föndurkvölds þar sem skólinn var fagurlega skreyttur og Rocketman með Elton John var sýnd á bíókvöldi. Starfsfólk klæddist hinsegin litunum og hinseginfáninn blakti að venju við hún fyrir utan ML.  

Einn morguninn blés skólameistari til húsþings, ræddi um fordómaleysi og fjölbreytileika og skartaði stoltur lökkuðum nöglum í hinseginlitunum. Þá var oddvita Yggdrasils afhentur borðfáni sem gjöf frá skólanum til félagsins.  Dagskrá vikunnar endaði á fyrirlestri Rannveigar Ágústu Guðjónsdóttur sem talaði meðal annars um “öráreitni” og vakti fólk til umhugsunar um það hvort “grín” er alltaf gott.  

Sjá myndir hér

Freyja, jafnréttisfulltrúi ML