Kristinn_KristmundssonFrá fjölskyldu Kristins heitins Kristmundssonar fyrrverandi skólameistara ML:

„Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa í Styrktarsjóð Kristins og Rannveigar undanfarna daga til minningar um Kristin Kristmundsson. Okkur aðstandendum Kristins þykir innilega vænt um hve margir hafa sýnt minningu hans virðingu með framlagi til þess málefnis sem hann bar svo mjög fyrir brjósti.

Rannveig Pálsdóttir, börn og fjölskyldur þeirra“