Menntaskólinn að Laugarvatni hefur nú hlotið nafnbótina Hjólavænn vinnustaður.
Starfsmenn sem hafa kost á því eru hvattir til að koma hjólandi í vinnunna og eins
er til staðar í skólanum reiðhjól sem starfsfólki stendur til boða að nýta til stuttra
ferða innanbæjar á Laugarvatni.
Eins væri gaman ef nemendur skólans tækju upp á því að mæta með hjól á svæðið
og fara á hjólum hér á milli húsa.
Menntaskólinn hlaut gullvottun og fagnar því en nánar má lesa um hjólavottun hér.
JKH