Í SkálholtsdómkirkjuÞað var setið í hverju sæti á tónleikum skólakórsins okkar í Skálholti í gærkvöld og gestirnir gengu á brott með bros á vör eftir ánægjulega stund. Kórinn flutti tónlist af ýmsu tagi, en síðari hluti tónleikanna var helgaður tímanum sem framundan er. Fyrir utan samsöng kórsins fengu einsöngvarar  og hljóðfæraleikarar að spreyta sig.

Það er hreint merkilegt hve vel kórstjóranum Eyrúnu Jónasdóttur tekst að halda utan um hópinn, en manni á víst að vera hætt að þykja það merkilegt eftir reynslu undanfarinna ára.  Félagar í kórnum eru nú ríflega sextíu, sem nálgast að vera helmingur nemenda í skólanum. Þarna er fólk úr öllum bekkjum, bæði sjóað í kórsöng og nýbyrjað.

Í vetur undirbýr kórinn utanlandsferð sem fyrirhuguð er með vorinu.

pms

MYNDIR