morgunnidesNú eru síðustu einkunnir að fikra sig inn á viðeigandi staði í kerfinu. Þá liggur fyrir uppskeran eftir starf haustannar. Uppskeran er misjöfn eins og gengur og gerist. Margir gleðjast yfir góðum árangri af vinnu sinni, og ástundun. Þeir munu halda áfram á sömu braut. Hjá öðrum er heilmikið svigrúm til að leggja sig af alvöru í vinnuna sem er framundan. Fyrirheit um slíkt og síðan viðeigandi átök til að ná settum markmiðum, væri ekki slæmt áramótaheit.

Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi, mánudaginn 7. janúar, klukkan 8:15.

Ég þakka nemendum samstarfið á líðandi ári, og óska þeim og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, ánægjulegra áramóta og alls góðs á nýju ári.

Páll M Skúlason