RatleikurNýnemar fengu svo sannarlega að njóta góða veðursins í léttu hópefli á þriðjudag en megin tilgangur þess er að hjálpa þeim að brjóta ísinn fyrstu daga skólagöngunnar.

Nafna- og afmælisdagaleikir ásamt ratleik voru á dagskrá og leystu nýnemar þrautirnar með aðstoð stjórnar nemendafélagsins. Í ratleiknum sem stýrt var af Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur íþrótta- og lífsleikniskennara þurftu nemendur að skokka um Laugarvatn og svara spurningum um helstu kennileiti staðarins ásamt því að leysa þrautir sem byggðu á samvinnu allra innan hópanna. Það var ekki annað að sjá en að nemendur hafi notið samverunnar enda veðurguðirnir einstaklega hliðhollir okkur þessa fyrstu daga haustannarinnar. Fleiri myndir hér.

HKS