Í síðustu viku var á dagskrá dans í Hreyfingu og heilsu þar sem nemendur fengu frjálsar hendur til að velja lag, semja og æfa dans í kjölfarið. Hér má sjá nokkrar myndir frá tímunum og starfsfólk íþróttahússins aðstoðaði við dóma.

Valáfangi fyrir 3ja árs nemendur í Skyndihjálp var á dagskrá síðastliðna helgi í Héraðsskólanum þar sem farið var í öll helstu atriði skyndihjálpar og endurlífgunar. Við fengum góða gesti í heimsókn frá lögreglunni sem sýndu okkur hvaða skyndihjálparbúnað þau hafa í lögreglubílum og svöruðu spurningum. Þá fóru nemendur á kostum í verklegum æfingum og leiklistarhæfileikar nemenda nutu sín til hins ítrasta innan um starfsfólk og gesti staðarins.