korinn tonl33Gestir á afmælisvortónleikum Menntaskólans að Laugarvatni í félagsheimilinu á Flúðum s.l. þriðjudagskvöld,  urðu hreint ekki fyrir vonbrigðum, enda réð léttleikinn og æskufjörið för. Auk kórsöngsins fluttu raddirnar skemmtiatriði, einsöngvarar stigu á stokk og hljóðfærarleikarar skreyttu allt saman. Eyrún Jónasdóttir stýrir kórnum og var það ekki síst hennar framganga sem gerði tónleikana að hinni ágætustu kvöldskemmtun.

-pms

MYNDIR