apakotturÞað er margt skrafað. Því heyrist nú fleygt að uppstoppaður apaköttur sem hingað til hefur bara verið talinn eitt þessara uppstoppuðu forsögulausu fugla og dýra sem skólanum hafa áskotnast í gegnum tíðina, sé stórfrægur með langa og merka sögu, sem felur í sér allt það sem prýða má góðar spennusögur. Málið mun vera í rannsókn einmitt um þessar mundir og til að gæta rannsóknarhagsmuna verður ekkert meira látið uppi á þessum vettvangi fyrr en öll kurl eru komin til grafar.

-pms