Þessa dagana erum við að leggja síðustu hönd á frágang vegna haustannar og höfum að mestu lokið undirbúningi fyrir vorönn. Við höfum smám saman verið að tínast út úr húsum skólans, haldið heim á leið til að sinna öðrum verkefnum. Við notum þennan tíma til að safna kröftum fyrir vorönnina og áramótin til heitstrenginga um að gera okkar besta út úr dimmasta hluta ársins inn í þann bjartasta. Við ætlum að vaxa og eflast með hækkandi sól.
Starfsfólk Menntaskólans að Laugarvatni sendir nemendum sínum, fyrr og nú og fjölskyldum þeirra bestu óskir um að þau fái að njóta gleði, friðar og hvíldar yfir jól og áramót.