Einhvern veginn er það nú svo, að ef einhverjum í þessum skóla dettur í huga að gera eitthvað sem ekki er venjulegt og sem einhverjum öðrum finnst nokkuð skemmtilegt, þá er það óðar orðið að hefð. Þannig var þetta með bekkjarbúninga annars bekkjar.
Byrjaði auðvitað einhverntíma með því að annar bekkur keypti sér bekkjarbúninga. Síðan fóru menn út í að merkja þá með nöfnum, þá tók við önnur merking, sem væntanlega á að vera lýsandi fyrir þann sem búninginn á. Þá datt einhverjum í hug að það gæti verið gaman að taka myndir af hópnum í fínu búningunum og til þess var þá undirritaður fenginn. Nú ákvað undirritaður, fyrir utan að taka bara myndirnar, að athuga hvernig hópurinn brygðist við einföldum fyrirmælum. Kannski verður það næsta hefð. Þetta gerðist með þeim hætti að myndasmiðurinn benti skáhallt upp í loftið og hrópaði: „Sjáiði!“. Síðan smellti hann af. Að því búnu var sjá fjöldi talinn, sem brást við hrópinu og bendingunni. Þessu sinni var hlutfallið 53%. Gengur betur næst.
-pms
nokkrar myndanna sem teknar voru.