offmlUndanfarin ár hefur verið unnið að innleiðingu á  Office 365 í skólanum og strafsmenn og nemendur eru að verða æ færari í að notfæra sér stöðugt vaxandi möguleika sem skólaumhverfi þessa kerfis býður upp á. Ekki verður því neitað, að nokkuð er fólkið misfljótt að tileinka sér þá möguleika og nýjungar sem þarna er um að ræða, þar sem þessi appaveröld í skýinu hentar að mörgu leyti betur þeim starfsmönnum sem yngri eru og tilbúnir að nýta sér möguleika í námi og kennslu, en kerfið býður upp á, en þeim fjölgar stöðugt.

Elín Jóna Traustadóttir (Ella Jóna), kerfisstjóri, hefur haldið utan um innleiðinguna innan skólans, með kynningum og námskeiðum í notkun hinna ýmsu forrita eða appa sem í boði eru. Hún birti nýlega grein þar sem hún gerir grein fyrir innleiðingunni í skólastarfið. Þessa grein má finna HÉR 

pms