Merki_MLNú er innritun fyrir næsta vetur að ljúka og bréf til þeirra nýnema sem hafa fengið inni næsta vetur verða póstlögð í dag. Því miður var með engu móti hægt að verða við öllum umsóknum, þar sem bæði kennslurými og heimavistarrými setur okkur skorður. 

Í byrjun árs gerðum við áætlun um nemendafjölda næsta vetrar og þá ekki síst með tilliti til niðurstöðu haustannarprófa. Í áætluninni gerðum við ráð fyrir nokkru brottfalli milli skólaára, bæði vegna þeirra sem ekki stæðust kröfur og einnig þeirra sem myndu sækja í annarskonar nám en það sem hér er í boði. Það hefur komið í ljós, að brottfall virðist ætla að vera sáralítið og í stað þeirra úr efri bekkjum sem falla út, eru komnir nýir nemendur. Þá er fyrsti bekkur sneisafullur.

Nemendafjöldinn, eins og hann er skráður nú, er 182, en var í upphafi síðasta skólaárs 167.

pms