Þá er innritun nýnema lokið. Aðsókn að skólanum var afar góð og því miður gátum við ekki orðið við öllum óskum um skólavist. Í dag sendum við bréf til nýnema með mikilvægum upplýsingum vegna skólabyrjunar í haust og sömuleiðis er verið að senda út greiðsluseðla vegna innritunargjalds.
Við lokum skrifstofunni eftir þennan dag, en þeim sem þurfa að ná sambandi við skólann í sumar, er bent á að senda póst á netfangið ml hjá ml.is. Við munum bregðast við eftir föngum.
Skrifstofan verður opnuð aftur fimmtudaginn 13. ágúst. Nýnemar koma á staðinn mánudag 24. ágúst og kennsla hefst þann 26., samkvæmt stundaskrá
Eigum gott sumar.
pms