Menntaskólinn að Laugarvatni leggur mikla áherslu á útivist og gefst nemendum kostur á að velja fjóra útivistaráfanga. Umhverfið með vatnið og fjallið býður upp á mikla möguleika þegar kemur að útivist og er nærumhverfið mikið nýtt en einnig er farið í lengri ferðir. Á dögunum fóru nemendur fjórða áfangans í ísklifur, flottar aðstæður eru til þess í nágrenni Laugarvatns. Farið var í gil þar sem fundinn var frosinn foss sem hentaði mjög vel til klifurs og fengu nemendur svo að reyna sig við ísinn. Allir gerðu sitt besta og útkoman var smá reynsla í bankann, bros á vör en svolítið kaldir fingur.

Smári Stefánsson útivistarkennari