equalityNemendur í fjórða bekk félagsfræðibrautar sitja nú áfangann Kynjafræði 103. Í þessum áfanga þjálfast nemendur í að setja upp „kynjagleraugun“, eins og það er gjarnan kallað. Það felst í því að koma auga á hvernig kyn hefur áhrif í okkar samfélagi, hvernig konur og karlar búa við ólíkar kröfur, væntingar og tækifæri og hvernig kynbundin mismunun birtist í þjóðfélaginu. Markmiðið í jafnréttisþjóðfélagi ætti að vera að allir fái að njóta sín eins og þeir eru og vilja vera, óháð kyni.

Í dag var blásið til húsþings þar sem nemendur kynntu verkefni sem hafa það markmið að auka jafnréttisvitund í skólanum. Þrír hópar bjuggu til veggspjöld með ólíkum þemum, sem má sjá á göngum skólans, einn hópur dreifði bæklingi og sá síðasti flutti lag. Þetta var vel lukkað og full ástæða til að ætla að hér hafi átt sér stað öflug vitundarvakning.

 

Freyja

Myndir í myndasafni