Jarðfræði ap.18 MobileÞann 10. apríl fóru 3N, 4N og 4F í jarðfræðiferð með Heiðu Gehringer um Gullna hringinn svokallaða. Við byrjuðum að fara á Geysi, Gullfoss og Brúarhlöð. Eftir hádegismat í Friðheimum stoppuðum við við Kerið, ókum Grafning upp að Hakinu og gengum Almannagjánna niður að Þingvöllum. Ferðin gekk mjög vel og 4N stóð sig með afburðum í að leiðsegja samnemendum sínum á leiðinni.

Nokkrar myndir úr ferðinni eru hér.

Heiða Gehringer náttúrufræðikennari