regnbogiEftir hádegið á þessum ágæta föstudegi vakti Baldur Garðarsson, efnafræðikennari, athygli vefstjóra á nokkuð merkilegu fyrirbæri sem blasti við þegar horft var inn dalinn (Laugardalinn, auðvitað). Við athugun reyndist hér vera á ferðinni eitthvað sem helst mætti kalla jarðlægan regnboga. Hver veit nema hér hafi Skaparinn eitthvað klúðrað regnbogasmíðinni með afleiðingum sem sjá má á myndinni hér til hliðar og tveim til viðbótar í myndasafninu.

-pms