Persónur Njálu lifnuðu við í íslenskustofu á dögunum  og óðu fram með ruddaskap og háreysti. Þar fóru fremst Hrappur Örgumleiðason, Skarphéðinn Njálsson og Hallgerður langbrók. Tilefnið var bótakrafa Njálssona á hendur Þráni Sigfússyni vegna óþæginda sem þeir bræður urðu fyrir í Noregi. Deila hlaust af sem ráðin var til lykta þegar höfuð Þráins klofnaði ofan í jaxla – og jaxlarnir flugu yfir ísilagt Markarfljótið eins og kunnugt er!  Nemendur sömdu handrit og léku þessa dramatísku atburði af mikilli innlifun og listfengi.

Myndir!

Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari