JeanJuliTvær franskar stúlkur, Jeanne og Juliette, sem hafa dvalið hjá Gullkistunni, dvalarstað fyrir skapandi fólk, í Eyvindartungu  að undanförnu, komu í heimsókn í frönskutíma í gær. 

Frönskunemarnir voru búnir að undirbúa spurningar og æfðu sig að tala við þær stöllur. Þarna gafst gott tækifæri til að æfa sig í frönsku talmáli auk þess em nemendurnir fræddust um skólakerfið í Frakklandi, en það mun vera talsvert strangara en hér og ólíkur andi að mörgu leyti. 

Jeanne og Juliette eru báðar nemendur á 1. og 2. ári við Listaháskóla í Frakklandi og dvelja í einn mánuð hér á Laugarvatni. Þær eru báðar tvítugar og indælis stúlkur.  Þeim fannst afar gaman að koma í heimsókn, sögðu að hér væri gott andrúmsloft og allt svo „huggulegt“.

Gríma Guðmundsdóttir

myndir frá heimsókninni