jolafondurÞví verður vart á móti mælt, að það flokkast undir lífsleikni að búa yfir færni til að útbúa híbýli sín í samræmi við það sem  aðstæður krefjast hverju sinni. Það var án efa með þetta í huga, auk þess sem nemendur hafa líklega ekki verið andsnúnir hugmyndinni, sem Gríma Guðmundsdóttir lífsleiknikennari, ók föndurvagninum, hlöðnum kreppappír og öðrum föndurvörum, inn í kennslustund hjá 1. bekk í gær. Allt fas jólaskrautsgerðarfólksins bar með sér áhuga á verkefninu og það framleiddi músastiga, stjörnur og poka af ýmsum gerðum, í gríð og erg. Síðan var þetta hengt upp á viðeigandi staði, til að minna okkur öll á hvað framundan er, þegar prófatímanum lýkur. 

Fyrsta prófið er næstkomandi mánudag, svo nú bretta nemendur og kennarar upp ermarnar á lokasprettinum.

-pms

nokkrar myndir