korSkalholt 18ssKór Menntaskólans að Laugarvatni mun halda sína árlegu jólatónleika í Skálholtskirkju, miðvikudaginn 7.desember, kl. 20:30. 

Á efnisskránni er fjölbreytt jólatónlist gömul og ný. 
Nokkrir kórfélagar syngja einsöng með kórnum og eins munu félagar úr kórnum annast undirleik í nokkrum lögum.

Miðaverð  er kr. 2.500- og frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Ágóði kvöldsins fer í ferðasjóð kórsins en fyrir liggur að fara utan vorið 2018.

Vonumst til þess að sjá sem flesta!

Kór ML

 

MYNDIR FRÁ LOKAÆFINGU